4.1.2008 | 00:05
Samkeppni olíufélaganna er á bakvið tjöldin
Samkeppnin á bensínmarkaði virðist vera engin fyrir hinn almenna neytanda en svo virðist sem samkeppnin sem AO kom með inn á þennan markað hafi fjarað út og félögin öll séu sátt við sína hlutdeild hjá almenningi.
Ég veit fyrir víst að eitthvað sé verið að keppa á fyrirtækjamarkaði en það er allt unnið á bakvið tjöldin og kemur ekki fyrir sjónir hins almenna neytanda.
Konan mín fékk mjög óvænt tilboð í gegnum sinn vinnustað en það er í gegnum hennar vinnustað. Þar er eitt af stóru olíufélögunum að bjóða -10 krónur í afslátt í sjálfsafgreiðslu og hlýtur það að vekja miklu furðu þar sem olíufélögin halda því fram að álagning á bensíni sé mjög lág.
Við fjölskyldan höfum verið hjá AO með dælulykil og ætla ég núna að bjóða þeim að jafna þetta tilboð og fæ það vonandi í gegn en ef ekki þá mun ég færa mig til þessa stóra olíufélags aftur.
Ég vona að AO samþykki að jafna þetta tilboð en vil að sjálfsögðu bjóða þeim það
Eldsneytisverð hefur hækkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert alltaf jafn bjartsýnn og jákvæður
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.1.2008 kl. 18:56
Geturðu komið mér í afsláttar samband við eitthvert olíufyrirtæki. ??
Ásdís Sigurðardóttir, 4.1.2008 kl. 21:59
Ég er búinn að ræða við þau og viti menn ...
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.1.2008 kl. 01:03
Vonandi færðu þetta bara í gegn segi ég. Go for it! Þið hjónin eigið póst frá mér
Bjarndís Helena Mitchell, 5.1.2008 kl. 02:44
Atlantsolía hafði alla möguleika á því að undirbjóða hin olíufélögin og klúðraði því algjörlega. Alveg eins og ríisstjórnin fyrirskipaði bak við tjöldin, að samkeppnisstofnun og saksóknari skyldu klúðra olíusamráðsmálinu til þess að laáta flokksgæðinginn Krinstinn Bj. og hina sleppa við réttláta refsingu, þá hef ég sterkan grun um, að AO haf verið sett á laggirnar eftir samkomulagi við ríkið og hin olíufélögin til að láta líta út fyrir, að það væri samkeppni. 2ja króna afsláttur hingað og þangað og dælulykill gerir hvorki til né frá.
Á meðan verðið hjá AO er alltaf hærra en hjá Orkunni og EGO og ekki einu sinni hálfþak til varnar rigningunni, þá kaupi ég ekki benzín hjá AO, nema í neyð.
Vendetta, 6.1.2008 kl. 00:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.