17.12.2007 | 22:11
VG er og verður á móti einkavæðingu
Enn og aftur kemur það fram að VG er á móti einkavæðingu.
Þau (þorði ekki að segja þeir) vilja ríkisrekna fjölmiðla, ríkisrekin samkeppnisfyrirtæki og ríkisrekna skóla og banka. Hugsið ykkur hvernig væri umhorfs hér er VG hefði verið við stjórnvölinn.
Ég er feginn að VG hefur ekki haldið um stjórnataumana
VG varar við uppskiptingu Landsvirkjunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sérkennilegt að hægt sé að kjamsa á gömlum tuggum eins og jórturdýr í eyðimörk. Þetta hendir í löndum þar sem ekkert af viti er að gerast og allt, hversu smásmugulegt sem það er, er gripið á lofti, jórtrað, kyngt og jórtrað á víxl þegar beitilandið er nákvæmlega ekkert! Það litla sem gerist er bði lítið og næringasnautt.
Sjálfsagt er það þér og þínum nótum meira gleðiefni að ríkisstjórnin haldi áfram að útdeila sínum gjafabréfum til vildar, fjölskyldu og flokksvina.
Það er auðvitað komið nóg af þþessari skömm og niðurlægingu.
http://www.blog.central.is/traveller
Ég bendi þér á að þarna er þörf lesning fyrir ykkur litlu strákanna á stuttbuxunum. Þarna er alvara lífsins, afleiðing hinnar miklu gleði sem þú ert greinilega svo gagntekinn af. Það kemur auðvitað að því að hurðin lokast á undan ykkur en ekki á eftir.
Þórbergur Torfason, 17.12.2007 kl. 22:31
Ég er nú ekkert mjög lítill
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.12.2007 kl. 23:02
Gísli, ég er risi 1.85 og sjálfstæðiskona, við erum sko ekkert hrædd þú og ég, er það?? fram þjáðir menn í .....
Ásdís Sigurðardóttir, 17.12.2007 kl. 23:14
Við Ásdís erum sko engir "afturhaldskommatittir"
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 17.12.2007 kl. 23:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.