7.12.2007 | 00:39
Rotary fyrir karla og konur
Var í kvöld boðinn sem gestur á fund hjá Rotaryklúbbi í Reykjavík. Hef lengi spáð í að ganga í svona félagsskap en ég sjálfur er mikil félagsvera og fæ mikið út úr því að umgangast annað fólk.
Eins og margir vita þá hefur Rotary verið svona "karlaklúbbur" í gegnum árin en núna eru klúbbar samt farnir að bjóða konum inngöngu og tel ég það vera mjög jákvæða þróun.
Það sem er samt mjög skondið í þessu samhengi er það að innan Rotary er til félagsskapur sem heitir "Inner-Wheel" og er ætlað fyrir maka Rotaryfélaga en sá klúbbur er algjörlega lokaður fyrir körlum, en samt er ég maki Rotaryfélaga.
Nokkrum sinnum hef ég, meira í gamni en alvöru, rætt við konur Rotarymanna vegna þessa "óréttlætis" og að ég fái ekki inngöngu í "Inner-Wheel", en þetta finnst mér samt vera ansi gamaldags vinnubrögð og ekki það réttlæti og jafnrétti sem ég trúi á.
Rotary er sem sagt búið að opna fyrir konur en "Inner-Wheel" opnar ekki fyrir karla. Miðað við þetta þá get ég tekið undir það að margir segja að jafnréttisbarátta einkennist oft af kvenréttindabaráttu og er það miður.
Ég var á fundinum í kvöld hvattur til þess að koma inn sem Rotaryfélagi og er ég mjög alvarlega að spá í það.
Athugasemdir
Go for it! Það er örugglega gaman í þessu, þó að ég hafi ekkert vit á því. En þær mega alveg taka þátt í jafnréttisþankaganginum þarna konurnar í "inner wheel" og fara að hleypa karlkynsmökum þar inn. Þetta verður að haldast í hendur, er það ekki?
Bjarndís Helena Mitchell, 7.12.2007 kl. 08:08
Sammála Bjarndís
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 7.12.2007 kl. 08:56
Drífðu þig endilega þetta er örugglega bæði gaman og gefandi.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2007 kl. 15:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.