Chris Gardner

Fór í gær í veislu þar sem Chris Gardner var ræðumaður kvöldsins en kvikmyndin "The Persuit of Happyness" á að lýsa hans lífshlaupi og hvernig hann náði því að verða verulega efnaður.

Fyrirlesturinn fjallaði um það að hann gafst aldrei upp, þó á móti blési, og var mjög einbeittur í því að láta drauma sína rætast.  Hann ólst sjálfur upp við það að vera föðurlaus og kynnist föður sínum ekki fyrr en hann var 28 ára gamall.  Hann hét því að börnin hans yrðu myndu aldrei alast upp föðurlaus og er það rauði þráðurinn í gegnum hans lífshlaup en hitt takmarkið var að verða efnaður og hefur hann svo sannanlega staðið við það en hann varð efnaður á Wall Street.

Á meðan hann varð allra manna söluhæstur á Wall Street ól hann einn upp 14 mánaða son sinn en eftir skilnað sá hann einn um son sinn og það oft við ansi kröpp kjör.  Næturstaður þeirra var annaðhvort athvarf fyrir fátæklinga eða almenningssalerni þegar ekki var laust fyrir þá á athvarfinu. 

Lífshlaup þessa manns sýnir okkur að við eigum aldrei að gefast upp og stefna ótrauð á drauma okkar, sama á hverju gengur. 

Ef maður óskar sér einhvers nógu heitt og stefnir á það ótrauður þá eru manni allir vegir færir.

Ég á mér draum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Jónsson

Ef fólk hefur ekki séð "In persuit of happiness" þá verður það að drífa sig á leiguna. Virkilega góð mynd.  Sem sannur karlmaður grét ég að sjálfsögðu á henni :S

Get verið svo undarlega væminn yfir annarra manna lífi en á einhvern veginn yfirleitt erfiðara með það í mínu eigin (er líklega bara íslendingur).

Frábær mynd með falleg skilaboð.

Skilaboðin eru ekki endilega um að verða ríkur, skilaboðin eru að gefast ekki upp of snemma gagnvart mótbyrnum.

Baldvin Jónsson, 19.11.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband