15.11.2007 | 22:36
Óhapp við skyldustörf
Finnst ekki rétt að refsa eigi manninum jafn harðlega og stefni í fyrir óhapp við skyldustörf. Eina spurningin sem ég set við þetta er það að maðurinn sé að hlaupa með hlaðna byssuna en það er ekki útskýrt sérstaklega í fréttinni.
Ég held að lögreglumenn séu ekki öfundsverðir af störfum sínum
Ítalskur lögreglumaður verður ákærður fyrir morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað á að ákæra hann fyrir morð. Eftir fréttinni að dæma þá hljóp hann eins og asni með byssuna í útréttri hendi og hann má hafa haft fingurinn á gikknum því öðruvísi hleypur ekki skotið af en komið sé við gikkinn.Hann drepur mann sem sat í bíl úti fyrir verslun fjölskyldu sinnar í 200 hundruð metra fjarlægð með þessari heimsku sinni og auðvita á ákæra hann og dæma öðrum jafn heimskum lögreglumönnum til viðvörunar um að völdum fylgir ábyrgð.
Jón Magnússon (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 22:54
það myndi nú bara vera bull ef hann yrði ekki kærður Var þetta Sem sagt skyldustöf að skjóta manninn sem var bílnum ... ! Svínin eiga ekkert að sleppa við svona !
Nafnlaus (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 23:10
Þetta er lögregluþjónn. Athugið það og látið ekki múgæsingu ráða huga ykkar.
Það á að sæma hann heiðursmerki og reysa honum minnisvarða.
Gummi (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 00:17
Þennan mann á vissulega að dæma og stinga í tugthús...eins og Þessum ódæðismönnum og þessum.
Þegar lögrelan á Íslandi vælir yfir virðingarleysi gagnvart sér er aðeins ein ástæða fyrir því virðingarleysi, lögreglan hefur misst hana vegna hegðunar sinnar gagnavart fólki, þegar sögur og fréttir um ítrekuð ofbeldisverk (sem fæst eru kærð þar sem það er þýðingarlaust) hennar ganga á milli ættingja og vina þeirra sem beittir eru ónauðsynlegu harðræði og réttist víða þó ekki verði frétta eða dómsmál úr. Ýktir valdsmannstilburðir hefur landanum líka alltaf þótt hjákátlegir og ekki til þess fallnir að auka virðingu...og ofbeldisverkin aðeins reiði og tortryggni.
Georg P Sveinbjörnsson, 16.11.2007 kl. 04:29
Afhverju ætli það sé að það þýðir ekkert að kæra lögregluna á Íslandi fyrir óþarfa ofbeldi?
Kannski vegna þess að langflest þannig mál sem koma upp eru kjaftæði frá upphafi til enda.
Lögreglan hafur ekki misst virðinguna vegna hegðunar sínar gagnvart fólki, virðingin er farin vegna aukins agaleysis og vanþroska í þjóðfélaginu.
Hin Hliðin, 16.11.2007 kl. 08:31
Ég er sammála því sem "Hin Hliðin" segir.
Hitt sem sagt var er ég ekki sammála og finnst bera merki um þröngsýni og einfeldni.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 16.11.2007 kl. 09:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.