Orðabók Nútíma-Íslendingsins

Afleggjari : maður í megrun

Atvinnuglæpamaður : lögfræðingur, hefur atvinnu af glæpum

Annarra bálreið : slökkviliðsbifreið

Blaðka : kvenkyns blaðamaður

Bleðill : karlkyns blaðamaður

Blóðsuga : starfsmaður Blóðbankans

Brautryðjandi : snjóruðningsmaður á flugbraut

Bráðabrundur : of brátt sáðlát

Brennivínsbrjálæðingur : alkóhólisti

Brúnkubrjálæði : ásókn manna í sólarlampa

Bumbubúi : ófætt barn

Bylgjubæli : vatnsrúm

Dauðahafið : vatnsrúm þar sem kynlíf er ekki stundað

Djúpsteiktir jarðeplastrimlar : franskar kartöflur

Djöfladjús : brenndir drykkir

Dótakassinn : Kaffi Reykjavík, þar sem menn fara þangað til þess að finna sér nýtt leikfang

Dragtardrós : kona sem gengur í dragt

Dritriti : bleksprautuprentari

Eiturblys : sígaretta

Eldát : það að borða grillmat

Endurholdgun : að fitna eftir megrun

Farmatur : matur sem er tekinn heim af veitingastað (sbr. e. take away)  

Frumsýning : að kynna hugsanlegan maka í fyrsta sinn fyrir vinum og venslafólki  

Fylgikvistir : foreldrar

Gamla gengið : foreldrar

Gleðigandur : titrari, víbrador

Gleðiglundur : jólaglögg

Græjugredda : fíkn í alls konar tól og tæki

Gullfoss og Geysir : niðurgangur og uppköst

Heimavarnarliðið : foreldrar stelpunnar sem eru alltaf að stressa sig yfir stráknum sem hún er með

Hreinlætiseyðublað : blað af klósettrúllu

Hvatahvetjandi : eggjandi

Hvataklæðnaður : hvers kyns klæðnaður sem vekur hvatir hjá körlum til kvenna sem og konum til karla

Kjerkönnun : samfarir

Kjetkurlssamloka : hamborgari

Klakakrakki : egg sem búið er að frjóvga og er geymt í frysti

Kúlusukk : Perlan, þar sem sukkað var með peninga við byggingu hennar  

Limlesta : pissa (gildir aðeins um karlmenn)

Orkulimur : bensínslanga

Plastpokapabbi : karlmenn sem flytja inn til einstæðra mæðra með búslóð sem rúmast í einum plastpoka

Pottormar : spagettí

Rafriðill : titrari, víbrador

Ranaryk : neftóbak

Samflot : það að sofa saman í vatnsrúmi

Sjálfrennireið : bíll

Stóra hryllingsbúðin : Kringlan (hjá mér IKEA)

Svipta sig sjálfsforræði : gifta sig

Tungufoss : málglaður maður

Veiðivatn : ilmvatn

Viðbjóður : afgreiðslumaður í timburverslun

Þurrkaðir hringormar : cheerios

 

Ég fékk þetta sent frá einum vinnufélaga og vildi endilega deila þessu með ykkurSmile



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Karlinn minn á nokkur orð líka, sem mér hefur fundist fyndin. T.d.: Labbakútar = Puttaferðalangar, Teinatramparar = ferðamenn á hjólum, og  sprænuflækingar = stangaveiðimenn.

Bjarndís Helena Mitchell, 3.11.2007 kl. 00:26

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessir eru náttúrulega frábærir

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 3.11.2007 kl. 00:36

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Dáist að hugarflugi þeirra sem skálda þetta.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 3.11.2007 kl. 12:33

4 Smámynd: Páll Jóhannesson

Snilldin ein. Við þetta mál bæta ,,Handrið= sjálffróun" - Loðnutorfa= lífbeinshæð á konu - Vindlingur= veðurfræðingur ogfl.......

Páll Jóhannesson, 4.11.2007 kl. 14:03

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Takk fyrir Páll.  Alltaf gott að eiga svona gullkorn í bakhöndinni

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.11.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband