Hefur einhver spáð í þetta?

Allaf svoldið gaman að velta fyrir sér:

Af hverju ætli maður þurfi alltaf að gá hvort veggur sé nýmálaður, þegar maður sér viðvörun um það?

Skyldi "franskur koss" bara kallast "koss" í Frakklandi?

Hver ætli hafi verið sá fyrsti sem horfði á kú og sagði: "Ég held ég kreisti þetta dinglumdangl neðan á henni og drekki það sem út kemur"?

Af hverju límist ekki límtúpan saman?

Af hverju sér maður aldrei fyrirsögnina: "Skyggn manneskja vinnur í lottó"?

Af hverju er orðið "skammstöfun" svona langt orð?

Af hverju er hnefaleikahringurinn ferhyrndur?

Af hverju er appelsínusafi framleiddur úr gerviefnum og uppþvottalögur búinn til úr ekta sítrónum?

Af hverju er það kallað "rush-hour" einmitt þegar umferðin gengur sem hægast?

Af hverju er orðið orðabók í orðabókum?

Af hverju er ekki til kattamatur með músabragði?

Af hverju eru flugvélar ekki framleiddar úr sama efni og "svarti kassinn" sem er óbrjótandi og erfitt að eyðileggja?

Af hverju eru allar brauðristar með stillingu sem brenna brauðsneiðar í kolamola sem enginn vill borða?

Ef maður á jarðarskika, á maður hana þá alveg niður að kjarna jarðarinnar?

Af hverju geta konur ekki sett á sig maskara án þess að hafa opinn munninn?

Af hverju klæjar mann alltaf í nefið þegar maður er búinn að óhreinka hendurnar?

Af hverju er mínútan miklu lengur að líða fyrir utan klósetthurðina en innan?

Ef ástin er blind, af hverju eru sexý undirföt þá svona vinsæl?

Hvers vegna vantar okkur alltaf eitthvað af draslinu sem við geymdum uppi á lofti í 3 ár, 3 dögum eftir að við hentum því loksins?

Ef það er satt að við séum hér til að hjálpa öðrum, hvað eru þá hinir að gera hér?

Ef ólívuolía er búin til úr ólívum, hvaðan kemur þá barnaolían?

Ég sef varla fyrir þessum pælingum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Góðar pælingar!! Takk fyrir mig

Bjarndís Helena Mitchell, 30.10.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

 Ein áleitin spurning:

 Er ekki siðlaust að ganga með kvenleðurhanska?

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 31.10.2007 kl. 01:24

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessi er góður Gunnar

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 31.10.2007 kl. 08:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband