Hér er of langt gengið

Svona auglýsingamennska er ekki til þess að gera baráttu samkynhneigðra auðveldari.  Það að nota barn í þessum tilgangi finnst mér vera ósmekklegt.

Ég held að þetta verði samkynhneigðum ekki til framdráttar


mbl.is Auglýsing er sýnir „samkynhneigt“ ungabarn veldur deilum á Ítalíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki sammála því Gísli. Finnst ekkert að þessu. Ekkert verið að fara illa með ungabarnið og ágæt áminning fyrir fólk að þetta sé ekki val heldur fæðist fólk svona. Ekki frekar en að það það ræður (þegar það fæðist) hvers kyns það er. Reyndar er hægt að breyta kyninu í dag en ekki kynhneigð ;) Mér finnst fólk enn í dag láta sem að þetta sé eitthvað val. Jú þú getur valið að vera inni í skápnum og lifi lífi þínu í lygi en er það gott?

Perla söngfugl (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:04

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Afhverju þarf að nota nýfætt barn til að auka skilning fólks á samkynhneig?? mér finnst það asnalegt og heimskt, Samkynhneigðir taka á sínum málum og við okkar, stundum finnst mér að það séu þeirra forréttindi að láta eins og mega graðir hestar á almannafæri, framkoma sem gagnkynhneigðir yrðu skammaðir fyrir. Látið smábörn vera börn.

Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 01:08

3 identicon

Bíddu BÍDDU BÍDDU nú við!

Það þykir ekkert tiltökumál að nota börn í auglýsingum þegar það varðar "hugsum um börnin okkar". Það þykir ekkert tiltökumál að nota saklaust barn til að sýna fram á hætturnar við lífið almennt, væntanlega til þess að tengja fólk við það sem því þykir mest vænt um; börnin sín.

Punkturinn er auðveldlega heimfærður á samkynhneigð. Vilt þú að barnið þitt sé ofsótt bara vegna þess að það er samkynhneigt? Hvað er svona ósmekklegt við þetta, þetta er raunveruleikinn! Börn, unglingar og fullorðið fólk verða fyrir áreiti vegna þess að þau hugsa eða vilja eitthvað sem fólk eins og ÞÚ hefur ákveðið að bara eigi ekki að gera... af ástæðum sem ég skil ekki enn, 27 ára að aldri.

Og þú, Ragnar Örn: Hvaðan helvítis máli skiptir hvort þetta sé meðfætt eða ekki? Gefum okkur að samkynhneigð sé hreint val, algerlega án nokkurra genatískra ástæðna, þá hvað? Hvað er verra við hana en sjálfsfróun, munnmök eða sjónvarpsgláp? Bara það að þér finnist það ekki nógu venjulegt?

Og sko... siðgæði, ég myndi vilja skrifa ýmislegt um siðgæði, en ef þú ert kristinn, múslimi, gyðingur eða bara venjulegur maður með venjulegt helvítis hjarta, þá ættirðu að sjá að það er lítið siðferðislegt við það að mismuna heilum þjóðfélagshóp út frá því sem það gerir í sínu einka-fokking-lífi. Siðgæði... að vera á móti samkynhneigð á siðferðislegum ástæðum er svipað og þeir þarna vestanhafs, sem eru hlynntir dauðarefsingunni á kristnum forsendum. Djöfulsins... tjah, ekki einu sinni heimska, meira hræsni.

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:45

4 identicon

Sammála Ásdísi.

Mér var nett brugðið við þessa frétt en við nánari umhugsun finnst mér hún góð. Sýnir líka að foreldrar vera að gera ráð fyrir öllu seinna meir ef í ljós kemur að barnið þeirra er samkynhneigt. Athyglisverður púnktur

Ragnar Örn, Heldur þú virkilega að eitthver "velji" sér þennan liFstíl bara til að pirra þig? Það eru framin fjölda mörg morð á samkynhneigðum sem og æðrum sem ekki " passa" in í þetta þjóðfélag. Hver heldur þú að mundi heilvita "velja" samkynhneigða lifstíl td í Arabalöndunum þar sem dauðarefsingar eru í gildi? Notaðu heilan vinur.  

kristjan (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 01:50

5 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Þessi endalausa barátta Homma og Lesbia fyrir "rétti" sínum er bara orðin leiðinleg, þessi barátta tröllríður öllu og þeim leyfist allt. 

Það sem er flott við þessa auglýsingu er hugmyndin, barnið saklaust og friðsælt.  Blessað barnið kemst fljótt að hinu rétta um heiminn og allt mótlætið sem bíður þess. 

Guðmundur Jóhannsson, 25.10.2007 kl. 03:29

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Allir þurfa að fá að hafa sýnar skoðanir og ég lýsti því hvað mér fannst um þetta. 

Heilbrigð skoðanaskipti eins og hjá Perlu, Guðmundi og Ásdísi eru eitthvað sem teljast eðlileg skoðanaskipti en Ragnar Örn og Helgi Hrafn missa sig algjörlega og er það mjög miður því þannig skoðanaskipti eru aldrei málstaðnum til bóta.  Sá sem tala svona fyrir sinn boðskap er ekki að skapa sínum málstað velvild.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.10.2007 kl. 09:36

7 Smámynd: Ellý

Samkynhneigðir voru einu sinni lítil saklaus börn. Mörg þeirra voru enn ung og saklaus þegar að þessi hneigð gerði fyrst vart við sig. Smáskot í "röngu" kyni og svo uppgvötunin að þessar tilfinningar voru fyrirlitnar af stórum hluta fólks í samfélaginu. Ég veit af mörgum sem reyndu að bæla þennan hluta af sér og lifa "eðlilegu" lífi, sumir hafa misst allt, aðrir hafa svipt sig lífi frekar en að horfast í augu við hatur og fordóma fólks.

Mér finnst þetta góð auglýsing. Hún minnir okkur á það að öll erum við manneskjur sem fæddumst falleg og saklaus en urðum síðan stór og alltíeinu vorum við samkynhneigð og ofsótt eða fordómafull og ofsækjandi. Sem betur fer urðu þó nokkrar manneskjur orðið réttlátar, þenkjandi og góðhjarta.

Það vantar fleiri í seinni hópinnþ Það er mjög góður félagsskapur, viltu ekki vera með?

Ellý, 26.10.2007 kl. 00:44

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég sé samt ekki ástæðuna fyrir því að vera að nota barn í þessum tilgangi.

Í þessum málum og flestum öðrum er ég réttlátur, þenkjandi og góðhjarta

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 26.10.2007 kl. 15:54

9 Smámynd: Ellý

Gott mál, og ég get svosem skilið það að sumir vilji ekki að börn séu notuð. En mér finnst það allt í lagi á meðan að ungabörn eru notuð til að auglýsa vörur og önnur mannréttindamál. Hver veit nema að þetta barn sé/verði samkynhneigt? Það er ekki eins og sé sýnt mikið framan í það.

Ellý, 26.10.2007 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband