Stundum er ég ósammála Gunnari í Krossinum

Eftir að hafa hlustað á Gunnar í Krossinum ræða um þessa þýðingu er ég sammála því að verið sé að fara ansi frjálslega sumt í þýðingunum. 

Yfirleitt hef ég ekki geta tekið undir allt sem Gunnar í Krossinum hefur sagt en þegar kemur að þessari nýju þýðingu verð ég að vera sammála hluta af því sem hann segir.  Fermingarversið mitt var "Litla Biblían" en núna er búið að breyta orðunum þar og núna finnst mér eins og búið sé að breyta merkingunni.

Hvað varðar það að gifta samkynhneigða þá er ég því ósammála en eins og kemur fram í þeirri Biblíu sem ég hef stutt mig við að hjónaband sé á milli karls og konu en ekki karls og karls eða konu og konu.  Hvað varðar að staðfesta samvistir þá get ég vel stutt það en ekki hitt. 

Vil sérstaklega taka það fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum eða því að þeir fái samvistir sínar staðfestar.

Ég held að fólk hefði mátt vanda sig meira í þessari nýju þýðingu


mbl.is Biskup Íslands: Ómaklega vegið að kirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

svona er saga biblíunar.... það er ekki mark takandi á neinu sem þar stendur og þarna hefur fólk sönnunina sem það vantaði.. þetta er ekki fyrsta "þýðing" né heldur er verið að fylgja neinum original

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 18:22

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Veistu að síðustu daga hef ég verið að velta því fyrir mér að gerast kaþólsk og ég er ekki að grínast.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.10.2007 kl. 21:58

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hæ Ásdís

Hvað fær þig til þess að hugsa það?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Er Doktorinn "Vantrúr"?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 22:02

5 identicon

"Vil sérstaklega taka það fram að ég hef ekkert á móti samkynhneigðum eða því að þeir fái samvistir sínar staðfestar" Ég tók þessa setningu út úr þínum texta,vegna þess að hann sýnir andavaraleysi gagnvart þróun sem á sér stað á 'Islandi og annarsstaðar. Það hefur verið aukning á fjölda samkynhneigða í heiminum, og samfara aukningunni þá krefjast þeir meiri réttinda. Ég myndi skilja þetta ástand og þessa þróun, ef hún kæmi frá náttúrunnar hendi. En það gerir hún ekki. Einungis 5% af samkynheigðum eru fæddir með genagalla en restin er áunnin. Þ.e. ungmenni okkar ánetjast kynvillu í gengum einhverja þróun í samfélaginu(nýungagirni?)- Þessi þróun er afar slæm fyrir okkar samfélag. Það má segja að SAMKYNHEIGÐ sé samfélagsvandamál og það þarf að taka á því sem slíku.

Eggert Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:31

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Eggert verður aðeins að útskýra mál sitt frekar.  Er hann semsagt að segja á kynvella sé að stærstum parti áunnið?  Ekki þekki ég það.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 22.10.2007 kl. 23:00

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Þessi Eggert hefur hér algerlega opinberað heimsku sína og er ekki púðurs verður...vildi bara segja við Gísla Bergsvein að ég er orðin svo þreytt á því að vera "umborin" af "góðu" fólki eins og þér!  Krefst þess að vera að fullu samþykkt eins og ég er, eins og annað fólk...í Jesu Krists nafni!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2007 kl. 10:55

8 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Kæra Anna

Vona að þú hafir ekki verið að meina neikvætt til mín þegar þú settir "umborin" og "góða" innan gæsalappa. 

Ég er alls ekki neikvæður út í samkynhneigða ot tel það ekki vera eitthvað sem þarf að umbera

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.10.2007 kl. 13:28

9 Smámynd: halkatla

tja, Biblían er nokkuð samkvæm sér í sambandi við þetta mál og ein þýðing til eða frá (af mörgum hundruðum) kemur ekki til með að breyta því. Ég sé ekki hvernig samkynhneygðir hafa minni réttindi en annað fólk, það er enginn að banna þeim eitt né neitt, nema, sem er auðvitað fáránlegt, að þeim er bannað að hljóta hjónabandsvígslu hjá safnaðarleiðtoga sem er til í að fella niður allar hömlur varðandi skilgreiningu hjónabandsins. Auðvitað eiga söfnuðir að ákveða sjálfir hvað þeim langar að gera í þessum málum og það kemur biskup og þjóðkirkjunni nákvæmlega EKKERT við. En samkynhneygðir verða aðeins að fara að tjilla á frekjunni, þetta er að verða nokkuð gott hjá þeim, miðað við að þeir mála sig stöðugt sem einhver fórnarlömb þegar vitað er að langmestur meirihluti þjóðarinnar og mannkynsins alls styður þau og þeirra baráttu. En baráttan er farin að fara útí rugl þegar kröfurnar verða svo yfirgengilegar að þau vilja segja trúarsöfnuðum fyrir verkum og fá heilaga ritningu endurtúlkaða sér í hag!

halkatla, 24.10.2007 kl. 17:03

10 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Já Anna - mikið til í því sem þú ert að segja. 

Í minni kirkju eru mikilr talsmenn fyrir því að gefa samkynhneigða saman í hjónaband og held ég að ég verði aldrei sáttur við þann gjörning.  Staðfestar samvistir er eitthvað sem ég teldi eðlilegra.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.10.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband