19.10.2007 | 17:11
Ég spyr aftur
Hvernig ætlar nýr meirihluti að fjárafla þetta? Hvar á að skera niður eða hvaða skatta á að hækka á móti. Þeir höfðu áður 12 ár til þess að gera Reykjavíkurborg að eftirsóknarverðum vinnustað en gerðu það ekki.
Þessi gjörningur er greinilega mjög fumlaus (eða þannig) en það tók nýjan meirihluta rétt um 24 klst til þess að ákvarða þetta og getur það ekki talist vel ígrundað, eða fumlaust.
Rétt er að taka fram að ég er ekki að gagnrýna gjörninginn sjálfan heldur fumleysið við ákvörðunina.
Ég tel rétt að nýr meirihluti útskýri hvernig á að fjármagna þetta
790 milljónum varið í starfsmannamál Reykjavíkurborgar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þessi fríðindi eru nú ekki uppá marga fiska..
Starfsmenn frístundaheimila fá nú þegar frítt í sund -frítt í húsdýragarðin og frítt á söfn...
Aumingja Reykvíkingar.
Jónas (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 22:14
Já, þetta eru stórar upphæðir í heildina en sennilega lítið til skiptanna þegar allir eru taldir til
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.10.2007 kl. 00:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.