19.10.2007 | 17:12
Brotamenn fái að stýra rannsóknum á sjálfum sér
Hér er greinilega komin ný aðferð til þess að rannsaka eigin brot. Hlýtur að vera auðvelt að komast að því að maður sjálfur hafi ekkert brotið af sér þegar maður rannsakar maílið sjálfur.
Hvað er nýr meirihluti eiginlega að spá. Hvernig er hægt að réttlæta það að Björn Ingi sitji í þessari nefnd. Eru þetta fumlausu vinnubrögðin hjá nýjum meirihluta. Dagur lofaði fumlausum vinnubrögðum, en spurning hvort hann viti hvað "fumlaus vinnubrögð" þýðir. Ef svona vinnubrögð eru það sem Dagur kallar fumlaus vinnubrögð þá held ég að ekki verði langs að bíða að þessi meirihluti þurfi að fara frá.
Fólk hlýtur að velta því fyrir sér hvort að Björn Ingi hafi hótað að slíta meirihlutasamstarfinu ef hann væri ekki í nefndinni.
Ég tel fyrstu verk nýs meirihluta enganvegin vera fumlaus.
Tvær stjórnir - árekstur strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.