Þau höfðu 12 ár ...

R-listinn "gamli" hafði 12 ár til þess að bregðast við þessu og vilja allt í einu núna stökkva fram og bregðast við þessu.  Þessi vandi er ekkert nýr á nálinni en þessi vandamál hafa verið í Reykjavík allt frá því að "gamli" R-listinn var við völd.

Ætla þau núna að hækka álögur á borgarbúa eins og aðferðin hefur verið hjá vinstriflokkum hingað til og ná þannig inn fyrir þessu

Ég spyr bara hvar þeir ætla að fá peningana fyrir þessu


mbl.is 769 milljónir í aðgerðir vegna manneklu hjá Reykjavíkurborg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hlýtur að vita eins og allir aðrir að hin gífurlega spenna á vinnumarkaði sem nú ríkir er ekki 12 ára gömul.

Þú hlýtur líka að muna að Reykjavíkurlistinn hafði einmitt verið að bregðast við þessum vanda þegar hann var í algleymingi veturinn 2005 til 2006, m.a. með sérstökum launahækkunum til leikskólakennara.

Kemur ekki á óvart að þetta skuli vera eitt af því fyrsta sem nýr meirihluti vill taka á eftir ráðleysi þess sundrungarhóps sem hrökklaðist frá fyrir skemmstu.

Arnar (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:54

2 Smámynd: Egill Óskarsson

Hvað dugaði fyrri lausn R-listaliðsins lengi Arnar? Fram að haustinu þar á eftir kannski? 

Egill Óskarsson, 18.10.2007 kl. 20:17

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Einhverju verða menn að slá sér upp á. Þeir gera bara það sem þeir halda að skapi þeim mestu vinsældirnar.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 18.10.2007 kl. 20:46

4 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Þessi ráðstöfun er svona "augnabliksráðstöfun" en ekki hafa þau haft mikinn tíma til þess að lesa í spilin.  Held að ný borgarstjórn muni starfa í svona skyndilegum og örugglega óvæntum lausnum sem hafa ekki verið skoðaðar til enda áður en þeim verður hrint í framkvæmd.

Það er allavegana mín spá

Hvað á Arnar við.  Er hann að tala um að spennan sé yngri eða eldri?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.10.2007 kl. 20:53

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Er vitlaust að auka hlunnindi lykilstarfsmanna í umönnunargeiranum í Reykjavík, þeir vinna undir miklu álagi og fá allt of lág laun ?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 18.10.2007 kl. 21:15

6 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Það er alls ekki vitlaust að hækka þau laun. 

Ég er að gagnrýna það að þau vaða í þetta örfáum klukkutímum eftir að þau fá lyklavöldin.  Hafa ekki gefið sér mikinn tíma til þess að ígrunda þetta.

Ég gagnrýni ekki verknaðinn heldur það að þau afgreiða þetta og setja fram upphæð án þess að vita hvernig á að búa til þá peninga.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 18.10.2007 kl. 23:43

7 Smámynd: Baldvin Jónsson

Fyrri lausnin Egill dugði fram að breytingum á meirihluta í borginni. Þú hefur líklega verið búinn að gleyma þeirri borgarstjórn, þessari þarna á milli. Hún sat náttúrulega svo stutt :)

Það var ekki þessi knýjandi þörf Gísli á þessum 12 árum eins og er núna. Launin voru vissulega léleg þá, en núna er framboðið af störfum með um 50-100% hærri launum í boði orðið svo mikið að nánast engum nema 110% hugsjónafólki dettur til hugar að vinna þessi störf.

Það er eitt að vilja vinna ummönnunarstörf fyrir 160 þús á mán. eða hvað það nú er. En að vita það á sama tíma að þú getir labbað bara "yfir götuna" í næstu verslun sem, dæmi og fengið vinnu þar með 250 þús á mán. fyrir svipaða vinnuskyldu, það er nú bara of erfiður samanburður til að velja ekki launin.

Það er engin einföld leið til að leysa málið, en snar auknar launagreiðslur eru án vafa eitt af því sem að sveitarfélögin verða bara að taka á sig.  Síðan er það spurning hvort að stöðum eins og t.d. Vestfjörðunum og NV-landi þar sem verið hefur neikvæður hagvöxtur verði ekki bara "lokað" ef ríkið stígur ekki undir bagga með þeim fljótlega.

Baldvin Jónsson, 19.10.2007 kl. 00:18

8 identicon

Hvað er að fólki hérna, ríkið verður að koma og stíga undir bagga? Ég tala nú ekki um ruglið sem kemur frá þessum Arnari. Merkilegt að heyra hann tala um spennu á vinnumarkaði því það er ekki lengra en mánuður síðan Dagur gagnrýndi fyriverandi meirihluta fyrir að nota það sem afsökun.

Þá má líka minna hann á að launahækkanir, sem komu á sérkennilegum tíma eða rétt fyrir prófkjörslag í xs, hafa ekki leyst neinn vanda. Ef þær hefðu verið lausn þá spyr ég hvað kalla menn þá ástandið í dag.

Látið þá sem nýta sér þessa þjónustu borga fyrir hana og vandinn verður úr sögunni. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 04:02

9 identicon

Auðvitað passar nýja stjórnin sig á því að gera eitthvað svona "grand" - en hvers segir svo að þetta sé lausn??????

Ásta (IP-tala skráð) 19.10.2007 kl. 09:50

10 Smámynd: Egill Óskarsson

Baldvin, þetta er bara einfaldlega ekki rétt hjá þér. Á hverju einasta hausti seinustu 4-5 ár, jafnvel lengur, hefur mannekluvandamálið komið upp. Kjarasamningshækkanirnar sem Steinunn Valdís knúði í gegn dugðu ágætlega til að leysa vandann í stuttan tíma það haustið. Staðan var svo mjög svipuð næsta haust á eftir þannig að það þýðir lítið að ætla að kenna sjálfstæðisflokknum um það. 

Egill Óskarsson, 19.10.2007 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband