4.10.2007 | 23:49
Junglespeed
Fjölskyldan sest stundum niður og spilar saman en við Klara Lísa höfum alla tíð haft mjög gaman af að spila og hefur það greinilega smitast eða erfst til strákanna okkar.
Í kvöld settumst við niður með strákunum og spiluðum spil sem heitir "Junglespeed". Spilið gengur í stuttu máli út á það að sérstök spil með mismunandi táknum er dreift á spilamenn og síðan er flett upp spilum þar til upp koma eins spil og á því að reyna að hrifsa til sín sérstakan "verndargrip" sem er staðsettur á miðju borðinu.
Sá sem nær ekki gripnum á að taka öll spilin sem safnast hafa saman hjá þeim sem náði "verndargripnum" en aðeins þeir tveir sem fengu eins spil eiga að reyna að ná "verndargripnum".
Mörg táknanna eru mjög lík að lögun og eða lit þannig að auðvelt getur verið að ruglast og ef maður hrifsar til sín "verndargripinn" í þannig tilvikum á maður að taka til sín öll spil sem eru komin í borðið.
Hvet alla sem hafa gaman af spilum að kíkja við hjá Magna á Laugaveginum (ef búðin er þar enn) og sjárfesta í svona spili því það er hin besta skemmtun.
Ég tapaði alltaf í spilinu í kvöld
Athugasemdir
Gaman að þessu. Hef aldrei heyrt um þetta spil áður. Þið eruð góð þykir mér, það er allt of sjaldgæft að fólk gefi sér tíma til að spila með börnum sínum. Ég veit það allavega að það er alltof sjaldgæft heima hjá mér. Bið að heilsa Klöru Lísu Ég þarf líka að finna tíma til að hringja og láta ykkur vita af Cookoff helginni sem er núna í þessum mánuði. Það er geggjuð gjöf í boði fyrir pottaeigendur þá, ef þið hafið áhuga
Bjarndís Helena Mitchell, 5.10.2007 kl. 01:36
Sæll bloggvinur. Gaman að heyra af nyju spili. Í minni fjölskyldu þykir mjög gaman að spila og þá fjölskyldumeðlimir á öllum aldri. Alltaf gaman að kynnast heilbrigðum bloggurum. Eigðu góða helgi.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.10.2007 kl. 12:34
Takk fyrir Bjarndís og Ásdís.
Aldrei og mikið gert með börnunum. Verð því miður of oft útundan.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 5.10.2007 kl. 13:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.