4.10.2007 | 17:43
Skrifað í nafni eigendanna?
Getur verið að þessir fyrrverandi ritstjórar hjá DV hafi verið að ganga erinda eigenda sinna en Jónína hefur verið ómyrk í máli vegna þeirra. DV hefur verið frægt fyrir það að "taka menn" af lífi opinberlega með dylgjusögum og órökstuddum fréttum og hefur maður stundum þótt þeir taka fyrir menn sem eru "sumum" ekki þóknanlegir.
Ef ég man rétt þá hefur ný ritstjórn gefið út að "fréttastefna" DV muni ekki breytast þannig að við verðum að reikna með að þeir séu ekki hættir með sína fréttamennsku þó að eitthvað hafi breyst í ritstjórninni. Blaðið er enn í eigu sömu aðila!
Ég vil óska Jónínu til hamingju með þessa niðurstöðu
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir til að greiða miskabætur og sekt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.