Kvöldvaka í Vídalínskirkju

Mætti síðastliðið sunnudagskvöld á kvöldvöku í Vídalínskirkju í Garðabæ en við nokkrir félagar í kirkjukórnum, undir stjórn Jóhanns Baldvinssonar organista, voru hluti af þeim sem þar tóku þátt.

Ræðumaður kvöldsins var Sigríður Hulda Jónsdóttir en inntak þess sem hún ræddi var að tvinna saman fjölskyldulíf, uppeldi barna og einkalíf við atvinnu.  Ýmislegt í ræðu hennar vakti mig, og örugglega aðra, til umhugsunar um hvað er það mikilvægasta í heimi.

Gospelkór Jóns Vídalín kom þar einnig fram var hreinlega frábær og er aðdáunarvert að sjá þann árangur sem hefur náðst með kórinn.  Hljómsveitin Exodus sló síðan botninn í kvöldvökuna sem heppnaðist í alla staði frábærlega.

Þessi nýbreytni í safnaðarstarfinu í Garðasókn á án efa eftir eftir mælast mjög vel fyrir en Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, starfsfólk kirkjunnar og sjálfboðaliðar eru að vinna frábært starf í Garðasókn.  Það að vera með fulla kirkju á sunnudagskvöldi sýnir að fólk er í dag ánægt með safnaðarstarf í Garðasókn og tilbúið til þess að koma í kirkjuna sína til þess að taka þátt í almennu safnaðarstarfi.

Næsta kvöldvaka verður í nóvember en þar mun Halldóra Gyða Matthíasdóttir, góð vinkona okkar Klöru Lísu, verða ræðumaður kvöldsins og hlakka ég mikið til að heyra hvað hún hefur fram að færa.

Ég mun örugglega mæta á næstu kvöldvöku í Vídalínskirkju

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott að lesa þetta.

Bjarndís Helena Mitchell, 3.10.2007 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband