25.9.2007 | 17:18
Í hvað fer tími lögreglunnar?
Finnst hreint með ólíkindum að lögreglan sé að svara kalli eins og þessu.
Í síðustu viku, eins og ég sagði frá hér á síðunnu, þá keyrði ég á kött sem var ómerktur en var með eyrnamerkingu. Ég lét lögregluna vita af því sem gerst hafði og þeir komu á staðinn og gerðu sínar ráðstafanir. Hafði mikinn áhuga á að finna út úr því hver hefði átt köttinn til þess að láta vita af þessu og var þá sagt að þeir hefðu hreinlega ekki tíma til þess að finna út úr eyrnamerkingunni og því er nú einhversstaðar fjölskylda eða einstaklingar sem vita ekki af hverju kötturinn þeirra kemur ekki heim.
Ég hreinlega skil ekki þessa forgangsröðun
Lögreglan stöðvar kattaslag um miðja nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þú ert nú í hrópandi mótsögn við sjálfan þig, vilt ekki að lögreglan eyði tíma í að hjálpa lafhræddum borgaranum en vilt að þeir noti tímann í að skoða eyrnamerkingar.
Það vantar samt sem áður einhvern stað þar sem hægt væri að fara með kisur svo hægt væri að skoða eyrna- og örflögu merkingar. Ætti að vera þjónusta hjá dýralæknum.
Jóna (IP-tala skráð) 25.9.2007 kl. 17:35
Ég tel mig ekki vera á nokkurn hátt í mótsögn við sjálfan mig. Er aðiens að benda á þetta af því að mér sérnaði það að blessaður kötturinn sem ég keyrði yfir var brenndur án þess að vitað væri hver hann var.
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 25.9.2007 kl. 17:54
Hefðu þetta verið hundar hefðu þeir líklega verið skotnir..
"10. gr. Ef dýr strjúka eða sleppa úr haldi skulu eigendur eða umráðamenn þeirra þegar gera ráðstafanir til að handsama þau. Lögreglan getur tekið slík dýr í vörslu sína. Ef eigandi gefur sig fram skal hann greiða áfallinn kostnað. Hafi dýrsins ekki verið vitjað innan einnar viku skal því ráðstafað til nýs ábyrgs eiganda, það selt fyrir áföllnum kostnaði eða aflífað." -http://www.althingi.is/lagas/nuna/1994015.htmlSömu lög gilda um ketti og hunda. Eigendur þeirra bera ábyrgð á gjörðum þeirra og Þeir eiga að vera örmerktir. Ég veit að kettir eru ekki hrifnir af bandi o.s.frv. en þeir eiga ekki að vera lausir frekar en hundar eða önnur dýr. Ég er heldur ekki sammála því að auðveldara sé að ráða við kött í ham en hund. Kettir hafa beittari klær, snarari í snúningum og hika ekki við að láta það bitna á einhverjum skipti þeir skapi.
Lögreglan hefði átt að handsama kettina, lesa úr örmerki þeirra, hafa samband við eigendur og láta þá greiða kostnað við þessa viðureign lögreglunnar því þetta kostar okkur skattgreiðendur.
Þykir það sjálfsagt að lögreglan hjálpi hræddum.
Gísli..Dýralæknir hefði getað séð um að lesa merkingu kattarins og brenna.
Vil taka það fram að ég er mikill dýravinur, á hund, hef átt ketti og svo eina 10 ára kanínu.
Sólrún (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.