Ók yfir kött í morgun

Er leiður í dag en ég lenti í því eldsnemma í morgun, nálægt heimilinu, að aka yfir kött og er hann ekki lengur á meðal vor.  Hans verður örugglega sárt saknað af heimilinu þar sem hann bjó.

Verst finnst mér að ég náði ekki að finna út úr því hver átti köttinn en hann var með ól en ómerktur.  Hringdi í lögregluna og lét þá vita af því hvernig hafi farið en skv. þeirra upplýsingum var ekki hægt að finna út úr eyrnamerkingu þannig að blessaður kötturinn fór í venjulegan farveg hjá lögreglunni fyrir nafnlaus dýr.

Ég verð að ganga í hús og athuga hjá nágrönnunum

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Æ hvað ég samhryggist þér.  Er sjálf nýbúin að missa kött.  Hún datt hér niður af svölunum greyið en ég sá ekki hvernig það gerðist.  Ég sakna hennar svo mikið ennþá því hún var hreinlega fósturdóttir mín.  Mamma hennar er hér eftir og leitar enn að henni.  Vonandi finnur þú eigendurna og getur sagt þeim þetta frá fyrstu hendi. Knús....

Vilborg Traustadóttir, 20.9.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Æ, ég samhryggist innilega. Það er ekki góð tilfinning að lenda í svona slysi, en kettir eru ekki háir í loftinu og erfitt að sjá þá. Slys eru slys og þau gera ekki boð á undan sér. Því miður. Vonandi finnast eigendur og að þau fái að vita.

Bjarndís Helena Mitchell, 20.9.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Þetta er leiðinlegt og þú hefur alla mína samúð.  

Hef lent í þessu einu sinni fyrir mörgum mörgum árum á Ægissíðunni í Reykjavík. Þegar maðurinn minn fór út að leita eftir kettinum var hann horfinn. Við sáum hann endahendast í inn í garð við götuna með gífurlegum stökkum og vissum aldrei hvort hann var lífs eða liðinn.

Edda Agnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 15:49

4 Smámynd: Gísli Gíslason

Þetta var leiðinlegt fyrir þig frændi.  Hlýtur að vera ákaflega slæm tilfinning en á svona stundum getur  maður ekkert gert, annað en að reyna að hafa uppá eigandanum, sem þið hafið sannarlega reynt.

Gísli Gíslason, 23.9.2007 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband