19.9.2007 | 23:10
Bannað að hafa skoðanir á fréttum?
Rakst á eftirfarandi undir frétt á visir.is og finnst óskiljanlegt að þeir skuli banna fólki að hafa skoðanir á fréttum eða blogga um þær.
"Ritstjórn Vísis hefur ákveðið að taka út Skoðanir á fréttum en bendum lesendum á að hægt er að blogga um fréttir á blogsvæðum Vísis og BlogCentral.is og þær bloggfærslur birtast við þá frétt sem bloggað er um."
Skilur einhver þennan texta og ástæðuna fyrir honum? Getur verið að þeir vilji ekki fá skoðanir á sínum fréttaflutning?
Ég lýsi eftir einhverjum sem kann að útskýra þetta
Athugasemdir
Mér finnst líklegra að þeir séu að stemma stigu við að bloggið þeirra verði undirlagt af eins-tveggja setninga fréttatengdum bloggum;)
Heiða B. Heiðars, 19.9.2007 kl. 23:30
En það er hægt að blogga um þær. En þeir sem vilja fréttirnar sínar ómengaðar geta nú glaðst, og ég er einn af þeim
Haukur Viðar, 20.9.2007 kl. 00:30
Svörin ykkar eru eiginlega ekkisvör. Er þá verið að koma í veg fyrir að hægt sé að kommentara á fréttina inni á Visir.is?
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 20.9.2007 kl. 07:54
? kann ekkert svar við þessu, enda les ég ekki á visir.is...
Bjarndís Helena Mitchell, 20.9.2007 kl. 09:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.