18.9.2007 | 17:29
Forsetinn í ráðherrastörfum?
Er það bara ég eða er það ekki einkennilegt að Forsetinn sé að sinna störfum sem ættu frekar að heyra undir umhverfisráðherra eða iðnaðarráðherra?
Getum við þá átt von á því að hann muni einnig fara að klippa borða hjá veitingastöðum og öldurhúsum?
Getur verið að Forsetinn sé að hefja kosningabaráttu fyrir næstu Forsetakosningar?
Ég bara spyr
![]() |
Hægt væri að minnka bensínnotkun um 5% í einu vetfangi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég skil nú ekki alveg vandamálið. Vigdís Finnbogadóttir tók skógrækt upp á sína arma meðan hún gegndi embætti en ég minnist engra skrifa um að með því væri hún að ganga í verk umhverfisráðherra. Maðurinn hlýtur að mega styðja framfarir í umhverfismálum þótt hann sé forseti.
Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.9.2007 kl. 10:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.