5.9.2007 | 17:35
Hvað er hún að gera af sér núna?
Hvað er formaður Samfylkingarinnar að gera af sér núna? Er hún að snúa bakinu við bandamönnum eins og hún hefur gert svo oft áður áður? Getur einhver upplýst mig frekar í þessu máli?
Ég skil ekki alveg, er verið að kalla heim aðila sem hefur verið að sinna friðargæslu?
Craddock: Vonbrigði þegar þjóðir hætta þátttöku í verkefnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, hún Ingibjörg Sólrún vill bara að Ísland taki að sér auðveldu og þægilegu verkefnin. Hún vill ekki standa fyrir neinu í utanríkisstefnu nema mjúkum málum. Það er miklu betra að hafa friðargæsluliða staðsetta annars staðar, eins og til dæmis niðri í bæ um helgar. Svo eru aðilar á vegum íslenska ríkisin staddir í asíu ríki í sambandi við friðargæslu og sáttasamninga og þeir eru að sækja um aðgang í sveitaklúbbba þar sem inngöngugjaldið er $1500. Það er náttúrulega ekki kostur í Írak eða Afganistan. Engir mjúkir púðar frá Ingibjörgu Sólrúnu þar.
Elín E (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 18:41
Ég er skilningsvana, enda veit ég ekki nærri því nóg til að dæma um þetta. Finnst bara í lagi að fá þennan eina íslending heim, varla getur hann rönd við reist á þessu svæði og í raun bara áhætta á hefndaraðgerðum fyrir það eitt að taka þátt í þessu, þannig séð. En þetta er bara skoðun í fljótu bragði, þekki alls ekki nógu vel til þarna til að vera dómbær.
Bjarndís Helena Mitchell, 5.9.2007 kl. 19:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.