Gríðarlegur fjöldi af mótmælendum

Fróðlegt verður að fylgjast með því hvað mun gerast í kjölfarið af þessu.  Það að þetta stór hluti bæjarbúa er tilbúið til þess að skrifa sig á lista hlýtur að hafa eitthvað að segja en það kæmi mér svosem ekki á óvart að þessar undirskriftir verði að engu hafðar líkt og gerðist í íbúakosningunni í Hafnarfirði vegna kosningarinnar um álverið.  Meirihlutinn í Hafnarfirði er ennþá að tala um að stækka álverið þrátt fyrir allan fjöldann sem kaus á móti því.  Í raun og veru þá skildi ég aldri þann skrípaleik eins og ég hef margsinnis sagt hér á blogginu.

Ég spá því að meirihlutinn á Selfossi muni halda sínu til streitu


mbl.is Á annað þúsund mótmælir miðbæjarskipulagi á Selfossi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Með öðrum orðum 65-77% hafa ekki skrifað undir þrátt fyrir að gengið hafið verið í hvert einasta hús í bænum.

Vigfús (IP-tala skráð) 29.8.2007 kl. 23:03

2 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Hvernig veit Vigfús að búið er að ganga í hvert einasta hús?

Hann er semsagt að segja að það eigi ekki að taka tillit til undirskriftanna?

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 29.8.2007 kl. 23:14

3 identicon

Gríðarlegur fjöldi af mótmælendum segiru...

Ég er einn af meðmælendunum, sem ég held að séu töluvert fleiri en mótmælendurnir.  Þyrftum bara að vera HÁVÆRARI.

Óskar (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 09:36

4 identicon

1) Þú getur t.d. heyrt það hér. http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4338411/3

2) Ég er að segja að 80% skrifuðu ekki undir þrátt fyrir að gengið hafi verið í öll hús í bænum. Það er afgerandi meirihluti.

 Spurningunum er reyndar ekki beint til mín heldur virðast aðrir eiga að svara þeim fyrir mína hönd.

Vigfús (IP-tala skráð) 30.8.2007 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband