Montreal-5

Hendurnar á mér lengdust örugglega um einhverja sentímetra í dag en við fórum í verslunarferð í bæinn og held ég að við höfum fengið fullt af punktum inn á VISA kortin okkar í dag.  Enduðum daginn á því að fara í Gamla bæinn og borðuðum á matsölustað sem er með 143 bjórtegundir á boðstólnum.  Prófuðum aðeins 2 af þeim.

Á miðnætti hér í kvöld hafði ég verið 39 ára í 4 klst miðað við Íslenskt tímatal og fékk ég að opna pakka frá fjölskyldunni um leið og ég datt í 39 hér.

Á morgun þegar við vöknum fæ ég að ráða hvað verður gert og hvar við eigum að borða annað kvöld.  Ég pantaði Hard Rock og reikna með því munum borða þar annað kvöld.

Ég á afmæli í dag


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju gamli, taktu nú einn fyrir uppáhaldsvinnufélagann!

Óli Jóns (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 08:46

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Til lukku með daginn.....

Vilborg Traustadóttir, 14.8.2007 kl. 13:19

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Til hamingju með daginn og njóttu vel á Hard Rock!

Edda Agnarsdóttir, 14.8.2007 kl. 17:29

4 Smámynd: Rebbý

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Taktu eina Margarítu á Hard Rock fyrir mig

Rebbý, 14.8.2007 kl. 20:23

5 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Engin Margaríta.  Fékk mér Irish Coffee.  Það verður víst að duga

Takk fyrir kveðjurnar í tilefni dagsins

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.8.2007 kl. 04:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband