Forystu Sjálfstæðisflokksins að þakka

Sérstaklega ánægjulegt að heyra þessar fréttir en það sýnir svo ekki sé um að villast að rétt hefur verið haldið um stjórnartaumana á undanförnum árum. 

Ef Samfylkingin og VG hefðu verið við stjórnvölinn þá væri ekki jafn gott að búa á Íslandi.

Ég held að fólk ætti aðeins að spá í það


mbl.is Minnsta atvinnuleysi í tæp 7 ár á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Get ég ekki líka þakkað Sjálfstæðisflokknum fyrir virkjanirnar þrjár sem á að byggja hér heima? Guð blessi Sjálfstæðisflokkinn! Ef Samfylkingin og VG hefðu verið við stjórnvölinn þá væri ekki jafn mikið af óþarfa álverum og virkjunum á Íslandi.

Ég held að fólk ætti aðeins að spá í það. 

Benjamín Plaggenborg, 13.8.2007 kl. 21:35

2 identicon

Sammála Gísla en ósammála Benjamín.  Hér eru engin óþarfa virkjanir né álver.  Ef Fjarðarál hefði ekki orðið að veruleika væri nú mikið atvinnuleysi á Austurlandi með tilheyrandi fólksflótta, sérstaklega eftir þá kvótaskerðingu sem samþykkt var af núverandi ríkisstjórn.  Hið góða efnahagsástand er að þakka ríkisstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.  Samfylkingin á eftir að verða dragbítur á núverandi stjórnarsamstarf.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 22:13

3 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Við getum þakkað Sjálfstæðisflokknum fyrir virkjanir og álver.  Án þeirra væri atvinnustig á Íslandi ekki jafn hátt.  SF og VG hefur aldrei stuðlað að þessari atvinnuuppbyggingu.  Það er algjörlega á hreinu.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.8.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Ég skal þá fara nánar út í málið.

 Álver eru slæm! Það er ekki umdeilt af neinum þjóðum öðrum en Íslendingum, og stafar það af þekkingarleysi og blindni gagnvart fullyrðingum stjórnvalda. Frumvinnsla áls, sem er framkvæmd af sömu fyrirtækjum og áframhaldandi vinnsla hér á landi, er einhver suddalegasti og viðurstyggilegasti iðnaður veraldar. Báxítið, sem er grunndvallarefni iðnaðarins, er grafið upp í frekar grunnum en gríðarstórum námum, yfirleitt í löndum sem eru skógi vaxin. Þannig hafa stórir skógar í Jamaica til dæmis verið ruddir í þágu áliðnaðar. Fólk sem býr á svæðinu er flæmt þaðan með vopnavaldi og nauðgunum.
Báxítvinnslan sjálf er jafnvel enn saurugri. Þegar súrál er unnið úr báxíti er það um 1/3 af rúmmáli báxítsins, afgangurinn er það sem kallað er "rauð drulla", "red mud": baneitraður og hábasískur úrgangur, sem námafyrirtækin veita í stöðuvötn í nágrenninu. Vötnin eru nú rauð og slímug eftir margra ára veru álvinnslunnar þar. Grunnvatn heimamanna er smitað af eitrinu og hafa mein fólks með hárlos, tannskemmdir, krabbamein, sjóndepru, mígreni, alzheimers, parkinsons og astma verið rakin til námuvinnslunnar.

Það er rangt að halda því fram að ekkert auka koltvíoxíð sé losað í álvinnslu á Íslandi. Súrálið þarf allt að flytja hingað til lands með skipum frá m. a. Ástralíu, sem vitanlega ganga fyrir olíu. Þörfin fyrir álverin sjálf er einnig ofmetin. Ef fólk myndi endurvinna áldósir myndi vera hægt að framleiða sama magn af áli fyrir 5% orkunnar sem er notuð til að frumvinna það.

Virkjanir Landsvirkjunar eru einnig unnar á vafasaman og ólöglegan máta. Hér við Þjórsá höfum við komist að því að sömu aðilar vinna áhættumatið og teikna stíflurnar. Landeigendum hefur verið hótað og að þeim hefur verið logið. Sveitarstjórnum hefur verið mútað. Sjálfstæðisflokkurinn GAF Landsvirkjun vatnsréttindin sem ríkið upphaflega keypti af Fossafélaginu Títan fyrir um 90 árum. Þennan vinagreiða má rekja til náinna tengsla Friðriks Sophussonar við Sjálfstæðisflokkinn.

Álfyrirtæki sem ríkið hefur boðið hingað til lands eru þau sömu og framkvæma lögbrotin sem ég minntist á áðan. Ég þakka Sjálfstæðisflokknum fyrir allt það sem Ísland hefur að gera með þennan iðnað. 

Benjamín Plaggenborg, 15.8.2007 kl. 13:39

5 Smámynd: Benjamín Plaggenborg

Fyrir þá sem vantar heimildir eða nánari upplýsingar:
http://www.foe.co.uk/resource/press_releases/rio_tinto_exposed_for_mini.html
http://www.jbeo.com
http://en.wikipedia.org/wiki/Rio_Tinto_Group

Benjamín Plaggenborg, 15.8.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband