12.8.2007 | 05:26
Montreal-3
Eftir ræktina og morgunmatinn í dag ákváðum við að drífa okkur í það að að skoða Biodome sem er stór dýragarður sem sýnir m.a. dýr frá hinum og þessum tímabeltum. Þar sáum við t.d. krókódíla, mörgæsir, lunda, apa og páfagauka, svo lítið eitt sé nefnt. Eftir það fórum við í stóran garð sem hýsir Insectarium dýrsafn en þar mátti líta allskonar pöddur og flugur og læt ég fylgja með mynd af stórri tarantúllu sem vildi endilega láta taka mynd af sér.
Báðir þessir garðar eru tengdir Ólympíugarðinum sem settur var upp í tengslum við Ólimpíuleika sem fóru fram 1900 og eitthvað.
Eftir heimsóknirnar í garðana fórum við fullorðna fólkið í sólbað en strákarnir fóru í laugina.
Um kvöldið fórum við síðan út að borða á Ítalskan veitingastað í nágrenni við hótelið okkar og enduðum síðan kvöldið á því að spila grísaspilið (Pass the pigs) á hótelinu.
Ég reikna með því að við verðum í sólbaði á morgun
Athugasemdir
Hva ertu bara komin til útttlanda? Hafðu það sem allra best. Þetta hljómar allt vel. Hvar ertu eiginlega?
Edda Agnarsdóttir, 12.8.2007 kl. 08:41
Úps tarantúllan......ekki mín deild.....sólbaðið hljómar betur.
Vilborg Traustadóttir, 12.8.2007 kl. 10:36
Hæ Edda
Ég er í Montreal í Kanada
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 13.8.2007 kl. 03:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.