11.8.2007 | 01:50
Montreal-2
Byrjaði daginn snemma í dag og skellti mér í líkamsræktarsalinn sem er hér á hótelinu en einhverjar aðra "hetjur" voru þá þegar byrjaðar að púla á undan mér.
Að aflokinni leikfiminni og sturtunni var tekinn morgunmatur sem innihélt umtalsvert fleiri hitaeiningar en ég hafði "eytt" fyrr um morguninn en ég lét mig samt hafa það með góðri samvisku að fá mér egg og beikon og annað það sem var í boði í morgunverðinum.
Því næst fórum við í Kínahverfið í Montreal og þræddum þar í gegnum hverja búðina á fætur annarri. Þar mátti sjá ýmislegt forvitnilegt og var eitthvað af því verslað. Eftir Kínahverfið var göngunni haldið áfram yfir í gamla hverfið og voru þar hvíld lúin bein og tekin inn næring í fljótandi formi.
Fórum síðan í "skoðunarferð" um verslanir sem eru í verslunarmiðstöðinni á hótelinu og í nærliggjandi götum og sendi ég til gaman með mynd af því hvað ungir drengir skemmtu sér vel í verslununum.
Við strákarnir fórum síðan í sundlaugina á hótelinu og busluðum þar eitthvað en laugin er undir þaki en þar er einnig hægt að fara í gufu og fór Valli minn þar inn og svitnaði aðeins en á meðan við strákarnir notuðum aðstöðuna á hótelinu sá Klara mín um að kanna hvar væri best að versla og svoleiðis.
Ég skemmti mér "ótrúlega" vel í búðunum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.