9.8.2007 | 01:45
Borgarspítalinn - frábær þjónusta
Fór nú í fyrrakvöld á bráðamóttökuna hjá Borgarspítalanum og verð að segja að þótt ég væri ekki með mjög merkilegt vandamál miðað við marga aðra sem þar voru þá fékk ég einstaklega góða þjónustu hjá læknum og hjúkrunarfólki og mætti ég þar einstaklega góðu viðmóti.
Var mættur þar um kl. 16:30 og farinn út um kl. 23:00 og var boðið upp á hressingu sem var í formi ristaðs brauðs með osti og djús en brauðið kom til mín smurt og á bakka og síðan sótt til mín þegar ég var búinn að næra mig.
Einstakt var að fylgjast með móttökum sem fólk í allskonar ásigkomulagi var að fá hjá hjúkrunarfólki en þrátt fyrir mikinn eril þetta kvöld var allt andrúmsloft mjög afslappað og þægilegt.
Ég held að við búum við mjög góða þjónustu á okkar spítölum
Athugasemdir
það er mjög gaman að heyra einstaka sinnum "það gekk vel" sögur, hinar eru yfirleitt fyrirferðarmeiri og gefa örugglega dálítið ranga mynd
halkatla, 9.8.2007 kl. 11:13
Það sem er neikvætt kemst frekar í fréttir og umfjöllun. Það er bara einvernvegin þannig
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 9.8.2007 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.