3.8.2007 | 00:17
Ósýnileg löggæsla
Fór austur á Selfoss í eftirmiðdaginn í dag og sá þar í brekkunni við Skálafell þar sem lögreglan lá í grasinu (næstum því í felulitunum) og var að reyna að hanka einhverja bílstjóra sem hætta sér yfir hámarkshraðann.
Finnst mjög einkennilegt að lögreglan skuli telja það betri aðferð til þess að halda niðri umferðahraða að liggja í grasinu og fela sig og ná hugsanlega 1-2 bílum af hundrað á ólöglegum hraða í staðin fyrir að halda niðri hraðanum á öllum bílum með því að vera sýnilegir. Það að sjá lögreglubíl í vegkanti hægir ósjálfrátt á ökumönnum.
Ég ók á löglegum hraða þar sem ég var búinn að mæta lögreglubíl
Á 139 km hraða til að skoða Gullfoss og Geysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mjög sammála þér.
Bjarni (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 01:23
Ég er alveg sammála þér að löggan mætti vera sýnilegri sérstaklega þar sem búið er að segja að það sé aukin löggæsla út á þjóðvegunum. Ég fór hringinn á dögunum og ég sá nákvæmlega einn löggubíl í hverjum landsfjórðungi og þeir voru ekki í radarmælingum.
En það sem vakti athygli mína var að þú varst á löglegum hraða af því þú hafðir mætt löggubil og það segir að þú ekur ekki á löglegum hraða nema mæta löggunni og það finnst mér sorglegt
Björg (IP-tala skráð) 3.8.2007 kl. 19:18
Maður passar sig þá betur
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 4.8.2007 kl. 01:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.