Breyting á eignarhaldi

Hef aðeins einu sinni farið í Galtalækjarskóg en það var síðasta sumar og var yndislegt að vera þar en þægindi sem eru á mörgum öðrum tjaldsvæðum eins og t.d. rafmagn og þannig var ekki til staðar og salerni og fleira orðið ansi hrörlegt.  Man sérstaklega eftir því að maður þurfti að passa upp á að sýna ekki söngvatnið sem stundum er með í ferðum en væntanlega verður einhver breyting á því.

Ég reikna með að fara einhverntíman aftur í Galtalækjarskóg


mbl.is Galtalækjarskógur seldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Dráttur seldur ! Já það eru ekki nema fáein ár síðan skógurinn fékk nýtt nafn og heitir eftir jörðinni sem hann er á, Galtalæk. Það þótti víst ekki nógu fínt að fara í Drátt á bindindismót, þ.e. Dráttur í Galtalæk. Fínna að fara í Galtalæk.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 26.7.2007 kl. 00:28

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

He he he vissi ekki þetta með nafnið....en ég kom því aldrei í verk að fara á bindindismót þarna.  Lét mér nægja að fara í Húnaver og Miðgarð.....ekki beint bindindis-neitt.......

Vilborg Traustadóttir, 26.7.2007 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband