23.7.2007 | 19:33
Hraunsnef í Borgarfirði
Fór nú um helgina með allstórum hóp í útilegu á stað sem heitir Hraunsnef og er í Borgarfirði.
Þarna er rekið sveitahótel og tjaldsvæði er og fyrsta flokks aðstaða á staðnum. Staðarhaldarar eru sérstök ljúfmenni og er nær ekkert sem þau gera ekki fyrir þá sem koma til þeirra. Við fórum þar í jeppasafarí á Landrover jeppa sem bóndinn á svæðinu er með og var með ólíkindum hvað hann bauð bílnum upp á.
Áður en við fórum í bæinn á sunnudaginn fengum við okkur að borða hjá Brynju húsfreyju og töfraði hún fram veitingar af sinni alkunnu snilld.
Ég hvet ykkur til þess að koma við í Hraunsnefi í Borgarfirði
Athugasemdir
Ég kemst ekki inn á linkinn Hraunsnef af því ég er ekki Gísli Ívars ??? En þetta er áhugavert.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 23.7.2007 kl. 20:04
Búinn að breyta linknum
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 24.7.2007 kl. 09:07
Takk...
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 25.7.2007 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.