Flugnabit og handarbrot

Fór nú um helgina í Þingvöll og var þar á tjaldsvæðinu með alla í fjölskyldunni nema tvo, en stóra barnið var hjá ömmu sinni þar sem hann var að vinna um helgina og kötturinn Villi var heima að passa húsið.

Ég er á því að flugurnar á Þingvöllum hafi lagt mig í einelti en ég var bitin á allnokkrum stöðum en flugnanetið gerði samt sitt gagn en eitthvað hafa þær "blessaðar" náð að troða sé inn hjá mér og gera sitt.

Veðrið á Þingvöllum var fínt en þrátt fyrir smá rigningu þegar við mættum á svæðið á föstudagskvöldið rættist vel úr því á laugardaginn en við fórum yfir á Laugarvatn og prófuðum þar "gömlu góðu gufuna" sem brátt verður lögð niður í núverandi mynd.

Á laugardagskvöldið fengum við símtal frá stóra "barninu" en hann hafði dottið í eftirmiðdaginn á leið heim úr vinnu og var kominn á slysavarðstofuna til þess að láta kíkja á sig.  Skoðunin sýndi að drengurinn er handarbrotinn þannig að hann verður í gifsi næstu 4-6 vikurnar.  Vorum ekkert að stressa okkur á því að fara í bæinn til þess að huga að "barninu" þar sem við vissum að amman myndi sinna honum og lítið annað sem við gætum gert fyrir hann.

Tókum okkur saman snemma á sunnudaginn og vorum komin í bæinn fljótlega eftir hádegið og gátum sinnt "barninu" sem var voða aumur yfir þessu (eins og við karlmenn verðum þegar eitthvað bjátar á) en þetta mun örugglega gróa áður en hann giftir sig.

Fór síðan um kvöldið í messu í Garðakirkju og söng þar með félögum mínum úr Kór Vídalínskirkju, en Sr. Friðrik Hjartar sá um athöfnina þar.

Ég er rosalega ánægður með helgina mína


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Alltaf gott að koma heim eftir vel heppnaða helgi.  Batakveðjur til stráksa!!!

Vilborg Traustadóttir, 9.7.2007 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband