Auga fyrir auga, tönn fyrir tönn?

Svona tal og hótanir eru málinu ekki til framdráttar.  Drengurinn er saklaus þar til sekt telst sönnuð.  Ég hreinlega trúi því ekki að fólk geti gert svona hluti eins og þeim er lýst. 

Ég hvet fólk til þess að sýna stillingu


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þarna er ég alveg sammála þér!  Fólk er gjörsamlega að missa sig og án þess að hafa neinar sannanir fyrir höndum hefur það hafið árásir á drenginn.  Ég vona svo innilega að þetta sé allt uppspuni... hvort heldur sem er þá er greinilegt að það eru einhverjir sem þurfa að komast undir læknishendur!

Karitas (IP-tala skráð) 29.6.2007 kl. 10:44

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Já þetta er undarlegt svo ypptir fólk bara öxlum og segir „svona er Ísland í dag“ þegar einhver manneskja er barinn til óbóta.
Annars minnir allt þetta mál á „flökkusögur“ sem margir trúa að séu ólognar mest því þeir hafa jú heyrt svipaða sögu áður!

Grímur Kjartansson, 29.6.2007 kl. 11:38

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þetta eru dökkir heimar netsins, það virðist vera hægt að "aflífa" fólk án dóms og laga.  Tek undir með þér. Sýnið stillingu....

Vilborg Traustadóttir, 29.6.2007 kl. 12:03

4 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Franski heimspekingurinn og vísindamaðurinn René Decartes negldi upp hunda á planka og skar úr þeim innyflin lifandi í kennslustundum til að sýna læknanemum "gangverk líkamans" í action. Vælið í þeim útskýrði hann með því að vélar sem biluðu hefðu tilhneigingu til að ískra.

Einu tengslin sem ég hef við hunda er að ég hef borðað unghundakjöt í suður Kína og fannst það afbragð.

Vilhelmina af Ugglas, 29.6.2007 kl. 22:52

5 identicon

Æji ég veit nú ekki, það er svo mikið misræmi í því sem Drengurinn var að segja... fyrst var hann ekkert á akureyri svo var hann ekki á akureyri þegar atburðurinn átti að hafa skeð og svo segir hann að hann fari varla úr húsi af hræðslu en var samt á djamminu ég er nær sannfærð um að hann hafi gert þetta... En auðvitað er samt ekkert heldur sem réttlætir hótanir í hans garð sérstaklega ekki þar sem ekkert hefur verið dæmt í þessu máli enn, en það réttlætir heldur ekki að hann sé með hótanir við vitnin sem sáu til hans á Akureyri.

En það var hringt á 112 til að fá hjálp til að stöðva drengina sem voru að þessu og svörin voru að Lögreglan hefði ekki tíma í svona rugl Þetta finnst mér fáránlegt og finnst að það þurfi nú líka að skoða þetta betur.

Ég vil bara senda samúðarkveðjur til eigenda Lúkasar þetta er hræðilegur atburður, og vona að þau fái líkið af hundinum svo þau geti jarðað hann.

Stella (IP-tala skráð) 2.7.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband