26.6.2007 | 23:05
Mjög gott framtak
Framtakið er mjög gott en ég held því miður að þeir sem hefðu þurft að mæta þarna hafi ekki mætt. Hvað sýndi sig þegar bifhjólamenn ætluðu að sýna samstöðu. Menn voru ekki að keyra hægar eftir það. Hvað sýnir sig t.d. í skólum þegar verið er að halda foreldrafundi til þess t.d. að sporna við eftirlitslausum partýum og unglingadrykkju? Þeir sem helst hefðu þurft að mæta koma ekki á þannig fundi.
Vonandi hef ég rangt fyrir mér í þessari ályktun minni en ég vona að sjálfsögðu að þetta muni skila árangri og vekja fólk til umhugsunar.
Ég virkilega vona að þetta framtak muni skila tilætluðum árangri
Mikil þátttaka í göngu gegn umferðarslysum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég gekk í þessari göngu í gær og stemmningin var ólýsanleg! Að standa þarna umkringd hjúkrunarfólki, sjúkraflutningamönnum, rannsóknarnefnd umferðaslysa, útfarastjórum og öðru starfsfólki sem að vinnur við að taka við afleiðingum þessara slysa var mjög sterkt. Ég held að þessi ganga sé ekki síst mikilvæg fyrir þessar stéttir. Maður gerir sér nefnilega ekki grein fyrir því þegar maður heyrir um umferðarslys hvað þetta snertir líf margra. Það sem varð hvatinn hjá BAS stelpunum til að standa fyrir þessari göngu var einmitt kvíðinn sem að starfsfólk heilbrigðisstéttanna fær á vorin þegar það veit hvað sumrinu fylgir.
Eins finnst mér ágætt að minna fólk á að þótt að einhver sé kominn úr lífshættu eða kominn af gjörgæslu á almenna deild - þá er viðkomandi ekkert endilega í góðum málum. Örkuml, endurhæfing ... líf sumra verður aldrei samt aftur.
Það var ekki hægt annað en að verða hrærður þegar maður horfði á eftir blöðrunum upp til skýja - þegar maður veit að hver blaðra táknar einstakling sem annað hvort hefur slasast eða látist í umferðarslysi síðasta ár. Hvort sem að þetta skilar sér til allra eða ekki veit ég ekki - en hún gaf þeim 5000 sem tóku þátt í henni allavega mikið!
Perla söngfugl (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.