Hvöss útilega

Var í sumarferð með vinnunni núna um helgina en við vorum á Kjarnholti sem er í nágrenni við Geysi.  Verulega hvasst var á aðfararnótt laugardagsins en einn tjaldvagn fauk til og brotnuðu í honum súlur og eitt tjald féll og var pakkað niður snemma á laugardagsmorgun.  Í fréttum var sagt að verstu hviðurnar hafi verið 16 m/sek þannig að það hrikti ansi vel í stoðum og tjaldsúlum. 

Fellihýsið okkar Klöru stóðst þessa raun en við vorum mjög heppin að vera búin að tryggja festingar á fortjaldinu sem var á leiðinni af um kl. 6:00 á laugardagsmorguninn.   Rokið hélt áfram á laugardeginum og fór eitt stykki hoppukastali sem við vorum með á smá ferðalag en allt endaði þetta vel og fengum við fínt veður á laugardagskvöld og entist það fram á sunnudagskvöld.

Þetta var í heildina séð góð helgi og lukkaðist þessi sumarferð okkar vel þrátt fyrir smá skakkaföll.  Rétt að er hvetja fólk til þess að kynna sér aðstöðuna á Kjarnholti en heimasíðan þar er www.kjarnholt.is.

Ég hlakka strax til næstu útilegu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband