8.6.2007 | 00:45
Var kominn í andstöðu við eigendurna
Svona getur farið fyrir þeim sem gera ekki eins og eigandinn segir. Hér er komið fram það sem sagt hefur verið um 365 og þeirra miðla en það er að þar sem Egill er ekki lengur með eigendum 365 í liði þá er honum kippt út af lista og lokað á hann. Hér er komið í ljós það að fjölmiðlamenn og starfsmenn Baugsmiðlanna gera bara það sem er eigendunum þóknanlegt. Ég vona að Egill muni opna á það mál í sínu blogi að starfsmenn 365 (eða hvað það nú heitir)geta ekki annað en skrifað og sagt það sem er eigendum fyrirtækisins þóknanlegt. Forseti landsins gerði það að verkum að þessir menn geta hagað sér eins og þeim sýnist.
Ég sagði upp Stöð 2, les ekki Fréttablaðið og versla ekki í Bónus
Egill Helgason byrjaður að blogga á mbl.is | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað er eiginlega í gangi!
Ég hélt að blogg væri tákn frelsis til tjáningar. Af hverju er verið að útiloka manninn frá því að blogga hjá Vísi þó hann sé uppá kannt við fyrri atvinnuveitendur sína? Er þetta ekki bara argasta ritskoðun? Það á að vera hægt að greina milli bloggarans og blaðamannsins. Eða hvað?
Ásgeir Rúnar Helgason, 8.6.2007 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.