Kalt var það

Fórum í útilegu með góðum vinum um helgina og verðum að viðurkenna að það var nokkuð kalt.  Um nóttina fór hitinn undir frostmark þannig að vatnið í dallinum hjá hundinum okkar botnfraus.  Fengum úrhellisrigningu á gær en þetta var svona "útlandarigning".  Að því loknu kom sól og "hiti" en þá var hægt að láta fellihúsið og fortjaldið þorna áður en pakkað var saman.  Gott er að búið er að fara fyrstu útilegu sumarsins en þá kemst maður að því hvort eitthvað hafi farið úrskeiðis í geymslunni um sumarið en við komumst t.d. að því að vatnsdælan var farin í sundur og fengum við því vatn hjá okkur út um allt.

Ég er ánægður að búið er að fara í fyrstu útileguna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband