24.5.2007 | 15:56
Jafnrétti?
Er það jafnrétti að ákveða fyrirfram að það skuli vera jafn margar konur og karlar sem ráðherra eða í öðrum stöðum? Á þá að fara í dag að ákveða þetta einnig á öðrum sviðum? Á að stofna skóla þar sem ákveðið er að 50% af börnum verði stelpur og 50% strákar og loka þá að annað kynið þegar kvótanum er náð? Gætum kannski líka gert þetta á spítölunum þegar verið er að velja inn sjúklinga? Við gætum þá líka hugsað þetta fyrir embætti Forseta Íslands, þannig að ákveðið væri að alltaf myndi skiptast á að vera karl og kona sem Forseti.
Finnst svona jafnrétti ekki virka fyrir mína parta. Í raun má segja að þetta sé öfugt jafnrétti.
Ég trúi á einstaklinginn, ekki á kynjakvóta
Kvennahreyfing Samfylkingar ánægð með nýja ríkisstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér!!!
Annars má segja að heildarniðurstaðan hafi verið janfrétti. Það eru hvað 4 af 12 ráðherrar sem eru kvk, sem gerir ca. 33%, og ef ég man rétt náðu ca. 20 kvk á þing sem gerir rétt undir 33% (ca 31-32%) þannig að kynjahlutfall ráðherra endurspeglar kjör alþingismanna, sem hlýtur nú bara að teljast nokkuð sanngjarnt gagnvart þeim sem annars myndu kvarta!
Davíð (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 16:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.