22.5.2007 | 21:01
Loksins fær Sjálfstæðisflokkurinn heilbrigðisráðuneytið
Ánægjulegt er að Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins tekið við heilbrigðisráðuneytinu. Guðlaugur Þór á örugglega eftir að spjara sig vel í þessu embætti.
Ég hlakka til að sjá hvaða breytingar verða á heilbrigðismálum á Íslandi
Guðlaugur Þór verður heilbrigðisráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
og nú verður skorið niður og minna upp!
Auðun Gíslason, 22.5.2007 kl. 21:10
Þetta er gott mal. Ja loksins gerist vonandi eitthvad ad viti i heilbrigdismalum Islendinga. Eg er sjalfur læknir og held það að fá sjálfstæðismann i heilbrigðismalin sé eitthvad þad besta sem eg hef heyrt lengi
Gisli Jens Snorrason (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 21:19
Sæll Gísli! Já, ég er sammála þér. Það var löngu kominn tími á að við fengjum þetta ráðuneyti. Hins vegar hefði ég viljað sjá hina öflugu Ástu Möller í þessum ráðherrastól.
Ég er algjörlega ósammála að víkja hefði átti Birni úr ráðherrastól. Björn er einn öflugasti ráðherra sem hefur verið í ríkistjórn frá upphafi vega. Við látum ekki aðra en sjálfstæðismenn stjórna því hverjir eru okkar ráðherrar. Björn Bjarnason fékk yfirburðakosningur í prófkjöri sjálfstæðismann og í nýafstöðnum kosningum og það þrátt fyrir að spjótin stæðu að honum innan flokks sem utan. Þessu einelti sem hefur einkennt stjórnmál undanfarinna ára verður að linna. Með vinsamlegri kveðju, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.5.2007 kl. 22:40
Ég er algjörlega sammála þér Guðbjörn
Gísli Bergsveinn Ívarsson, 23.5.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.