22.5.2007 | 17:04
Hver á að meta hvor aðilinn er hæfari?
Finnst alltaf einkennilegt þegar verið er að stilla upp konu eða karli og verið er að velja aðilann af því að hann er kona eða karl en ekki á verðleikum. Þá þarf konan eða karlinn að láta í minni pokann af því að kynið er ekki rétt.
Á mínu heimili ríkir jafnrétti en við hjónin göngum í þau verk sem þarf að gera og er sama hvort um er að ræða að búa til matinn, setja í þvottavélina eða aðstoða börnin við heimalærdóm. Annað okkar er betra í einhverju sem þarf að gera og þá æxlast hlutirnir þannig að hæfari einstaklingurinn vinnur oftar þau verk sem hann er hæfari í.
Ég er fylgjandi því að velja fólk eftir verðleikum
Ingibjörg Sólrún: Skipting kynja í ráðherraembættum jöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.