Er hægt að treysta Samfylkingunni og formanni hennar?

Einhverjir hafa efast um hvort hægt sé að treysta á Samfylkinguna og formann hennar og skil ég þá aðila mjög vel.

Ég man vel þegar formaður Samfylkingarinnar stofnaði r-listann og lagði hann síðan niður einhverjum árum síðar þegar valdagræðgin var farin að vaxa yfir höfuð á þáverandi borgarstjóra Reykjavíkur.

Núna segja Vinstri-grænir og Framsókn að Samfylkingin hafi farið á bak við þá og veit ég ekki hvað er satt í því en læt lesendum um að dæma það.

Ég vona að ég hafi rangt fyrir mér þegar ég segist ekki treysta Samfylkingunni og formanni hennar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband