7.5.2007 | 14:28
Führer messa
Kór Vídalínskirkju flutti sl. sunnudag í Garðakirkju messu eftir Robert Führer. Messan er í anda Schuberts og Mozarts og er með margar fallegar ljóðlínur.
Robert Führer fæddist í Prag 1807 og samdi mikið af kirkjutónlist sem var vinsæl í mið- og suður-Þýskalandi en tónlist hans hlaut ekki mikla útbreiðslu víðar.
Messan var flutt án undirleiks eða "akapella" eins og það heitir á tónlistarmáli. Jóhann Baldvinsson organisti er stjórnandi Kórs Vídalínskirkju.
Ég er formaður Kórs Vídalínskirkju
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.