8.5.2007 | 00:51
Næsta ríkisstjórn
Skoðanakannanir sýna að Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mests trausts af öllum stjórnmálaflokkum. Því miður virðist Samfylkingin vera að sækja í sig veðrið en ég hreinlega skil ekki af hverju fólk er að kjósa flokk (eða flokkabrot) eins og Samfylkinguna. Það er auðvitað mín skoðun.
Óskastaðan er að ríkisstjórnarsamstarfið haldi og að við munum fá sömu flokka í ríkisstjórn en þá má ekki gefa Framsóknarmönnum þann fjöld af ráðuneytum sem þeir eru með í dag, en ég vil alls ekki fá Samfylkinguna eða Vinstri græna í næstu ríkisstjórn.
Ég óska þess að ríkisstjórnin haldi velli í kosningunum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.