4.5.2007 | 19:32
Skattsvik
Ef ég væri að svíkja undan skatti væri mér alveg sama þótt það myndi komast upp því ég gæti endalaust dregið málið fyrir dómstólum og látið lögfræðingana mína gera öll vitni og sönnunargögn tortryggileg. Ég myndi líka passa mig á því að "bjóða" rétta fólkinu eitthvað af peningunum sem ég væri búinn að svíkja undan og sjá þannig til þess að þeir aðilar myndu dæma mig rétt þegar að því kæmi að dæma í málinu mínu. Ég myndi líka styrkja allskonar góð málefni með peningunum sem ég myndi svíkja undan skatti þannig að almenningur myndi ekki vilja trúa því að ég væri að svíkja undan skatti.
Fyrir peningana sem ég myndi svíkja undan skatti myndi ég kaupa mér bát og eiga hann í Florida til þess að bjóða bankastjórum og þingmönnum að heimsækja þegar þeir væru þar á ferðinni. Ég myndi líka eiga íbúð eða hús í London eða á Manhattan þar sem ég gæti boðið fleira fólki að heimsækja mig. Það er örugglega rosalega gott að svíkja undan skatti.
Ég hef (eiginlega) aldrei svikið undan skatti
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.