26.11.2011 | 21:20
Málið er á ábyrgð Samfylkingarinnar
Eftir að ljóst er orðið að Ríkisstjórn Íslands neitaði að leyfa Huang Nubo að fjárfesta á Íslandi koma fram ráðherrar og þingmenn Samfylkingarinnar og láta eins og Samfylkingin hafi ekkert haft um málið að segja. Vita þessir ráðherra og þingmenn ekki að Samfylkingin er með forsætisráðuneytið og að þetta klúður allt er því í boði Jóhönnu Sigurðardóttur, meints forsætisráðherra Íslands?
Er ekki réttara fyrir þessa ráðherra og þingmenn að snúa sér að formanni Samfylkingarinnar og spyrja hana um af hverju hún beitti sér ekki í málinu? Á forsætisráðherra ekki að sinna verkstjórn í öllum málum?
Það má síðan í sögulegu samhengi benda á að þetta er ekki í fyrsta skipti sem Samfylkingin vill fyrra sig ábyrgð og benda á einhvern annan og segja að það sé honum að kenna.
Ég held að Samfylkingarfólk ætti að líta sér aðeins nær
Huang Nubo er hættur við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.