Allt uppi á borðum

"Meintur" forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll er enn og aftur að verða tví- og þrísaga í mörgum málum og kemur hér enn eitt málið upp.

Ef ég man rétt þá ræddi þessu ríkisstjórn um meira gegnsæi og að allt yrði haft uppi á borðum.

Ég held það allavega


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Allt upp á borðum já ?

Viljið þið sjálftökumenn í sjálfstæðisflokknum ekki byrja á því að gera FULLA grein fyrir styrkjum ykkar, hverjir veittu þá og til hvaða verka ?

eða ætlið þið að reyna að þræta fyrir það eina ferðina enn að sjálfstæðisflokkurinn beri ekki LANGSTÆRSTU ábyrgðina á því ástandi sem hér hefur skapast. Ætlið þið að halda áfram að kasta ryki í augu almennings og með því komast aftur til valda svo þið getið kaffært allar tilraunir til RAUNVERULEGRA endurbóta og auðvitað kæfa alla alvöru rannsókn á ábyrgð og sekt manna því þið vitið sem er að stór hluti framámanna í flokknum ykkar eru ábyrgir fyrir þessu og eiga heima bak við lás og slá.

Johann Arni Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 14:45

2 identicon

Verð nú að segja að Jóhann Árni er kominn langt út fyrir efnið eins og oft virðist henda og þá sérstaklega samfylkingarfólk í baráttu sinni fyrir því að öll skyldum við sjá heilagleika Jóhönnu. Hvað kemur þetta mál Sjálfstæðisflokknum við? Er ekki upphaflega verið að tala um Seðlabankann og þá sem eru við stjórn í dag? Endilega segðu mér ef ég hef rangt fyrir mér en ég hélt að t.d. Jóhanna hefði talað um að hafa allt upp á borðinu og lofaði þar með meiru upplýsingaflæði til borgaranna. Mér hefur sýnst lítið hafa áunnist í þeim efnum. Það þýðir ekki alltaf að fara í vörn og syngja endalaust sama sönginn um hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði eða gerði ekki. Nú er Samfylking og Vinstri grænir við völd, Jóhanna er forsætisráðherra og þessir tveir flokkar ættu að geta sinnt því sem þarf án þess að þurfa sífellt að benda á, sjálfum sér til hagsbóta, hvað hinir voru slæmir sem fyrir voru.

assa (IP-tala skráð) 6.6.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband