31.12.2009 | 10:06
Eiga hrós skilið
Þeir aðilar sem standa á bakvið InDefence hópinn eiga stórt hrós skilið. Hér eru á ferðinni fólk sem ber hag Íslendinga fyrir brjósti.
Ég vil þakka þessu hugsjónafólki fyrir mikið og gott starf í þágu Íslendinga
Fá fund eftir ríkisráðsfundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.12.2009 | 01:05
Til hamingju Evrópusambandssinnar
Rétt er að óska Evrópusambandssinnum VG og Samfylkingarinnar til hamingju með þessa "glæsilegu niðurstöðu".
Ykkar verður örugglega minnst um aldur og ævi.
Ég myndi skammast mín fyrir að vera þið
Alþingi samþykkti Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
30.12.2009 | 18:07
Hverjum trúum við frekar?
Rétt er að hvetja fólk og sérstaklega Alþingismenn til þess að kynna sér vel yfirlýsingu lögfræðiskrifstofunnar Mishcon de Reya og taka síðan upplýsta ákvörðun um hverjum á að trúa í þessu máli.
Hvort trúir fólk frekar íslenska embættismanninum eða erlenda lögfræðingnum?
Ég hvet ykkur til þess að kynna ykkur yfirlýsinguna
Bjóða eiðsvarinn vitnisburð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.12.2009 | 15:43
Kær græn jólakveðja
Gleðileg græn jól og farsælt komandi ár
Ég óska þess að nýtt ár og hækkandi sól færi okkur betri tíð
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.11.2009 | 12:41
Vanhæfur forseti
Ekki man ég eftir að jafn mikið hafi verið deilt á forseta Alþingis eins og eftir að Ásta Ragnheiður varð forseti Alþingis sem einhverskornar sárabót eftir síðustu kosningar.
Ef einhver man eftir öðrum eins uppákomum og komið hafa upp á undandförnum mánuðum vegna forseta Alþingis má gjarnan benda mér á það en ég held að ekki hafi ekki verið eins slæmt áður.
Ég velti því fyrir mér hvort að Ásta Ragnheiður sé vanhæf til þess að sinna starfinu?
Deildu um þingsköp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2009 | 10:59
Vinstrimenn hækka alltaf skatta
Það er morgunljóst að vinstrimenn hafa alltaf viljað hækkað skatta og ef kosningastefna þeirra er skoðuð aftur í tímann þá má sjá að vinstrimenn boðuðu skattahækkanir í góðærinu og við erum síðan núna óþyrmilega minnt á það í kreppunni að vinstrimenn munu alltaf hækka skatta.
Hver man ekki eftir manninum sem nú situr sem fastast á Bessastöðum en miðað við framgöngu Steingríms núna kæmi það manni ekki á óvart að hann ætlaði sér að komast á Bessastaði í næstu kosningum.
Ég hvet góða blaðamenn til þess að skoða kosningastefnu vinstrimanna aftur í tímann og sjá hvort það sem ég segi standist sögulega skoðun
Hluti arðgreiðslna skattlagður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2009 | 10:24
Allt uppi á borðum
Ef ég man rétt þá boðuðu ríkisstjórnarflokkarnir opnari stjórnsýslu og að allt yrði uppi á borðinu í málum. Eru vinnubrögð ríkisstjórnarinnar þannig og hafa þau haft allt uppi á borðinu?
Ég bið einhvern um að leiðrétta mig ef þetta er ekki rétt hjá mér
Spyr um Icesave-fundargerðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.11.2009 | 17:35
Aðgöngumiðinn
Hvað ætlar Samfylkingin að láta vaða yfir okkur Íslendinga lengi til þess að komast í könnunarviðræður um inngöngu í Evrópusambandið?
Hvað á aðgöngumiðinn í þær viðræður að kosta?
Ég velti því fyrir mér hvenær Samfylkingin áttar sig á hvað þetta er allt saman mikið rugl
Skora á Alþingi að samþykkja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2009 | 23:45
Getur verið að það séu engir hagfræðingar með í för?
Í hagfræði 101 er talaðu um að ef skattlagning verði of há þá muni hún skila mun minna í kassann heldur en ef skattlagningin er eðlileg (m.v. aðstæður). Þessi skattlagning telst varla eðlileg?
Getur verið að ríkisstjórnin hafi ákveðið að þagga niður alla vinstri hag- og viðskiptafræðinga, fyrir utan Lilju Mósesdóttur reyndar, af því að þeirra tal myndi eyðileggja það að VG næðu að koma með kosningaloforðin þeirra fram?
Ég held að þetta lið sé svo vitlaust að það viti ekki hvað það er að gera heimilunum, fyrirtækjunum og þjóðarbúinu
Ríkisstjórnin afgreiddi skatta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.11.2009 | 21:23
"Í anda sanngirni og góðvilja"
Þessi orð, "sanngirni og góðvilji" eru ekki til í hjá Englendingum og Hollendingum þegar kemur að litla og máttlausa Íslandi sem telur að það geti haft einhver áhrif í Evrópusambandinu.
Við verðum að viðurkenna það strax að við eigum aldrei eftir að hafa neitt um það að segja hvernig verði farið með okkur í Evrópusambandinu.
Samfylkingin verður að viðurkenna það að stefna þeirra um að við eigum að fara inn í Evrópusambandið er röng og vitlaus stefna, ef við ætlum að fá að hafa eitthvað um það að segja hvað við borðum, framleiðum eða lifum á.
Aðgöngumiðinn inn í Evrópusambandið er að við Íslendingar kyngjum Ice-save "no matter what"
Ég hvet Samfylkinguna til þess að vakna upp af Þyrnirósarsvefninum
Brown álítur Icesave bindandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)