Hvað kostaði "nauðsynlega" stjórnlagaþingið

Maður setur hljóðan þegar maður sér hvar meint velferðarstjórn ætlar að láta skera niður.  Hundruðum milljónum var eytt í stjórnlagaþing og farið er fram á niðurskurð á þessu sviði.

Ég ætla rétt að vona að hætt verði við þessar aðgerðir


mbl.is Ætla að hætta að greiða Heimahjúkrun barna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðlaus verð ég ekki oft

Maður verður eiginlega orðlaus þegar maður heyrir það staðfest sem rætt var um að væri verið að gera á bakvið tjöldin. 

Lúðvík Geirsson bauð sig fram í baráttusæti og var hafnað en fer samt settur inn.  Hver taparinn á fætur öðrum er kominn í lykilstöðu þrátt fyrir að hafa fengið skýr skilaboð í síðustu kosningunum.

Ég trúi því varla að fólk ætli að láta þetta yfir sig ganga


mbl.is Lúðvík áfram bæjarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt uppi á borðum

"Meintur" forsætisráðherra og ríkisstjórnin öll er enn og aftur að verða tví- og þrísaga í mörgum málum og kemur hér enn eitt málið upp.

Ef ég man rétt þá ræddi þessu ríkisstjórn um meira gegnsæi og að allt yrði haft uppi á borðum.

Ég held það allavega


mbl.is Heimatilbúinn vandi Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Degi bjargað

Þá er grínarinn búinn að bjarga Degi frá glötun, allavega í bili, en ég er viss um að það er aðeins skammgóður vermir fyrir Dag.

Dagur er að setjast í borgarstjórn í óþökk eigin flokks og samherja og meginþorra þeirra sem kusu á laugardaginn. 

Ég held að Dagur verði bráðum búinn


mbl.is Jón Gnarr verður borgarstjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsileg niðurstaða

Maður er verulega hræddur núna því sagt er að Steingrímur sé búinn að ná samkomulagi við Bretland og Holland um hvernig eigi að gera upp Ice-Save lánið.

Ég held að við höfum ástæðu til að óttast hvað hann sé búinn að gera á bakvið tjöldin


mbl.is Önnur endurskoðun AGS samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höfum við ekkert lært?

Ef fréttin er rétt þá er eins og leikskilningurinn sé ekki í lagi hjá þessu liði.

Eftir að Indriði er farinn þá virðist Steingrímur halda áfram að leika út öllum spilunum í staðin fyrir að halda þeim að sér.  Í leik eins og þessum skiptir öllu máli að spila ekki út trompunum fyrr en undir það síðasta. 

Getur verið eftir allt saman að Indriði hafi ekki verið sá sem klúðraði málunum?

Ég bara spyr?


mbl.is Segja Ísland ætla að greiða með vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ályktun um skuldavanda heimilanna næst?

Hvenær ætla þessi sömu samtök á álykta um skuldavanda heimilanna?

Ég bara spyr


mbl.is VG félög álykta um nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á meðan heimilum og fjölskyldum blæðir út

Það er með ólíkindum að fylgjast með forgangsröðun ríkisstjórnarinnar.  Það virðist núna helst liggja á því að banna ljósabekki, verkföll og nektardans á meðan fjölskyldum og heimilum blæðir smám saman út.

Ég hefði talið að önnur mál væru brýnni


mbl.is Alþingi bannar nektardans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ísland

Hefur einhver tölu á því hvað búið er að hafna oft Ice-save samningum Steingríms og Jóhönnu?

Hefur einhver tölu á því hvað Samfylkingin og VG hafa gert mörg mistök á sinni stjórnartíð?

Hlustaði fólk á hvernig Jóhanna og Steingrímur töluðu niður til allra þeirra sem kusu á móti lögunum sem þau þau sjálf mæltu með?

Í hvaða liði eru Jóhanna og Steingrímur.  Þjóðin hefur talað og segir áfram Ísland.

Ég held og vona að tími Jóhönnu og Steingríms sé liðinn


mbl.is Skrítin þjóðaratkvæðagreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í reykfylltu bakherbergi ...

Í reykfylltu bakherbergi ætlar flokkurinn sem boðaði að allt yrði uppi á borðum að stilla upp á lista. 

Ég get ekki séð að þessi aðferð sé mjög lýðræðislegt


mbl.is Stillt upp hjá VG í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband